Arnarker í Leitahrauni

Mynd South.is

Arnarker, eða Kerið, er rúmlega 500 metra langur sérstæður hellir í Leitahrauni í Ölfusi sem varð til við gos í gígnum Leiti við Bláfjöll fyrir um 5000 árum. Hægt er að komast ofan í hellinn í gegnum stórt op sem brotnað hefur úr þaki hellsins en fara þarf niður 16 metra langan stiga. Hellirinn liggur víða djúpt og eru grýlukerti og aðrar sérstakar ísmyndanir áberandi í hellinum. Aðrir þekktir hellar í Leitahrauni eru Raufarhólshellir  og Búri sem fannst árið 2005 en einnig eru gervigígarnir Rauðhólar í Leitahrauni.

 

Skildu eftir svar