Category: Náttúrusaga

Heimaslóð

Boðaslóð 3 í Vestmannaeyjum

Skip að brenna? Ólafur Vestmann átti lengstum heima á Boðaslóð 3 en hann var fæddur í húsinu Strönd við Miðstræti 9a árið 1906.  Ólafur varð þekktur á einni nóttu fyrir að verða fyrsti maðurinn...

Herðubreiðarlindir

Herðubreiðarlindir eru gróðurvin í Ódáðahrauni, sannkölluð vin í eyðimörkinni norðan Vatnajökuls. Eins og nafnið gefur til kynna hefur gróðurlendið orðið til í kringum ferskvatnslindir sem spretta upp úr hrauninu og sameinast í lítilli á,...

Heimaklettur í Vestmannaeyjum

Útsýni til allra átta Hákollar, hæsti hluti Heimakletts, eru 283 m. frá sjávarmáli. Þaðan má sjá í góðu útsýni Heimaey frá norðri til suðurs, prýdda tveimur keilulaga eldfjöllum, úteyjarnar, nærsveitir meginlandsins, fjöll og jökla,...

Dynjandi í Arnarfirði

Dynjandi er um 100 metra hár foss í ánni Dynjanda í Arnarfirði á Vestfjörðum. Er fossinn efsti fossinn í ánni. Helsta einkenni fossins er lag hans, hversu mikið hann breikkar þegar neðar dregur. Við...

Laufásvegur 5 í Reykjavík

Þetta hús reisti Jón Árnason (1819-1888) þjóðsagnasafnari árið 1879/1880 úr tilhöggnu grágrýti og Esjukalki. Er húsið eitt af fyrstu steinhúsunum í Reykjavík sem reist var sem íbúðarhús. Upphaflega var lóðin kennd við Skálholtsstíg en síðar...

Þvottalaugarnar í Laugardal

Heitu laugarnar í Laugardalnum tilheyrðu hinu forna býli í Laugarnesi (sjá einnig færsluna Laugarnes).  Ekki fer mörgum sögum af því hvernig fornmenn nýttu sér laugarnar en vitað er að á seinni hluta 18. aldar...

Fögruvellir í Vestmannaeyjum

Sigurður Vigfússon bjó í tómthúsinu Fögruvöllum á áratugunum fyrir og eftir 1900. Tómthús voru bústaðir án afnota af jörð fyrir fólk, sem oft átti skamma dvöl í sjávarplássi eins og í Eyjum. Tómthús Sigurðar...

Öskusúlurnar í Vestmannaeyjum

Á nokkrum stöðum í Vestmannaeyjabæ má sjá sívalar súlur, sem standa álengdar við stéttar eða slóða, þar sem mannfólkið gengur um. Súlur þessir eru klæddir gjósku eða ösku úr Heimaeyjargosinu 1973 og eru til...

Oddsstaðir eystri í Vestmannaeyjum

Hér bjó Eyþór Þórarinsson (1889-1968), kaupmaður, sem fyrstur flutti inn bíl til Vestmannaeyja árið 1918. Vakti þetta frumkvæði Eyþórs að vonum mikla athygli hjá eyjaskeggjum, sem flykktust niður á Bæjarbryggju, þegar bíllinn kom til Eyja....

Klettshellir í Vestmannaeyjum

Klettshellir blasir við, þegar staðið er nyrst á nýja hrauninu úr Eldfelli í nágrenni við Flakkarann og Skansinn og skammt frá, þar sem hvalurinn Keikó átti sér samastað í upphafi 21. aldar. Einnig sést...

Laufás í Vestmannaeyjum

Sjómaðurinn Þorsteinn Jónsson (1880-1965) keypti Laufás, Austurvegi 5, árið 1905, en lét rífa það árið 1912 og byggði stórt og reisulegt hús á lóðinni. Þorsteinn var fæddur 14. október árið 1880 og hóf að stunda...

Klaufin í Vestmannaeyjum

„Það eru ekki allt selir, sem sýnast.“ Klaufin er grýtt sandfjara norðan Höfðavíkur. Þar var fyrrum útræði bænda suður á Heimaey, svokallaðra Ofanbyggja. Bændur gengu jafnan á reka á þessum slóðum og svo var um...

Eldfell í Vestmannaeyjum

Eldfell varð til í Heimaeyjargosinu 1973. Eftir að sprunga myndaðist örlaganóttina, 23. janúar, gaus á mörgum stöðum í henni, en fljótlega varð einn gígur ráðandi, og fellið hlóðst upp í kringum hann á nokkrum...

Þórufoss í Kjós

Í Kjósarskarði, skammt frá upptökum Laxár í Stíflisdalsvatni, er fallegur 18 metra hár foss, Þórufoss. Fossinn er stærsti fossinn í Laxá í Kjós og efsti veiðistaður árinnar. Gilið neðan við fossinn er einn af...

Blátindur í Vestmannaeyjum

Húsbrotið í hraunkantinum Blátindur stóð við Heimagötu 12b. Leifar hússins urðu vinsælt myndefni eftir Heimaeyjargosið 1973, en einn húsveggur úr Blátindi með stórum glugga ásamt umgerð stóð út úr hraunkantinum um árabil og blasti...

Klettsvík í Vestmannaeyjum

Klettsvík blasir við, þegar staðið er nyrst á nýja hrauninu á Heimaey eða við Hringskersgarð og horft yfir innsiglinguna að Vestmannaeyjahöfn. Víkin liggur að Ystakletti, einum af Norðurklettum Heimaeyjar, en þeir mynda klettabelti við...

Öskjuhlíð í Reykjavík

Öskjuhlíð er rúmlega 60 metra há stórgrýtt en gróðursæl hæð í Reykjavík, mynduð úr grágrýti sem rann úr eldstöðvum á Mosfellsheiði á síðari hluta ísaldar. Talið er að fyrir u.þ.b. 10 þúsund árum hafi...

Hamarinn

Hamarinn í Vestmannaeyjum

Hamarinn var afmarkað hamrabelti, hluti Ofanleitishamra, sem eru sæbrattir hamrar austur af Ofanleiti og suður að Torfmýri. Á áratugunum um miðja 20. öldina og fram undir 1980, var Hamarinn sorphaugar eyjamanna, en rusli var...

Sagnheimar í Vestmannaeyjum

Sagnheimar eru byggðarsafn Vestmannaeyinga. Í safninu má finna alls kyns muni, sem varðveita sögu eyjaskeggja og eru til vitnis um horfna atvinnu- og þjóðhætti, menningu og samfélagið í Vestmannaeyjum um aldir. Þorsteinn Þ. Víglundsson,...

Rúnturinn í Vestmannaeyjum

Rúnturinn í Eyjum var sennilega fullmótaður um miðja 20. öldina og afmarkaðist af nokkrum götum í miðbænum, sem skárust nánast hornrétt hver á aðra og mynduðu þannig ferhyrnt svæði. Norður/ suður göturnar Kirkjuvegur og...

Sæheimar í Vestmannaeyjum

Sæheimar eru náttúrugripasafn, sem opnað var fyrir almenning árið 1964. Í safninu eru búr með lifandi fiskum, þorski, ýsu, ufsa, flatfiskum, kröbbum og ýmsum öðrum sjávardýrum, sem finnast við strendur Íslands. Í Sæheimum má...

Eldheimar

Eldheimar í Vestmannaeyjum

Eldheimar er gosminjasafn ofarlega í hlíðum Eldfells. Safnið geymir rústir húss, sem hvarf undir gjall og ösku ásamt fjölmörgum öðrum húsum í Heimaeyjargosinu 1973. Grafið var niður að húsinu árið 2008, en þá hafði...

Stórhöfði í Vestmannaeyjum

Stórhöfði er 122 m á hæð og syðsti hluti Heimaeyjar. Á höfðanum er veðurstöð og viti, sem reistur var 1906 og var hann fyrsta steinsteypta húsið í Eyjum. Veðurstöðin á Stórhöfða er talin sú...

Þjófadalir á Kili

Þjófadalir eru fremur lítill, alldjúpur og nokkuð lokaður dalur austan við Langjökul í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Áður fyrr náði nafnið yfir tvo dali en nú á dögum er aðeins átt við...

Miðhálendið

Algengast er að miðhálendið sé skilgreint sem óbyggt land í yfir 500 metra hæð yfir sjávarmáli (sjá kort). Miðhálendið tels vera um 40% af heildarflataráli landins og er eitt stærsta óbyggða svæðið í Evrópu. Jarðfræðilega...

Öræfajökull

Öræfajökull (Knappafellsjökull til forna) er eldkeila í sunnanverðum Vatnajökli. Hæsti hluti fjallsins er Hvannadalshnjúkur sem telst vera hæsti tindur Ísland, 2110 metrar. Um 5 km breið og 500 metra djúp askja lúrir undir jökulhettunni við...

Víkurgarður

Víkurgarður, einnig þekktur sem Fógetagarðurinn, er almenningsgarður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Um aldir var hér helsti kirkjugarður Reykvíkinga en talið er að hér hafi staðið kirkja, Víkurkirkja, allt frá því um 1200. Síðasta...

Svartifoss

Svartifoss er bergvatnsfoss í Vatnajökulsþjóðgarði í Skaftafelli í Öræfum sem er umlukinn einstaklega fallegu stuðlabergi. Fossinn er vinsæll viðkomustaður ferðafólks sem heimsækir þjóðgarðinn en hann er í um 2 km fjarlægð frá þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli en...

Merkjárfoss (Gluggafoss)

Merkjárfoss, einnig kallaður Gluggafoss, er foss í ánni Merkjá sem fellur ofan í Fljótshlíð milli Hlíðarendakots og Múlakots. Raunar er hér um tvo fossa að ræða og er líklegt að heitið Gluggafoss eigi einvörðungu...

Eldhraun

Eldhraun er vestari hluti Skaftáreldahrauns en eystri hluti hraunsins nefnist Brunahraun. Hraunið rann úr Lagagígum á Síðumannaafrétti í Skaftáreldum 1783-1784 en Skaftáreldar ollu svonefndum móðuharðindum (sjá einnig færsluna Lakagígar). Skaftáreldahraun er eitt mesta hraun...

Stóri-Dímon á Markarfljótsaurum

„Karlmannlega er að farið.“ Stóri-Dímon (Rauðuskriður til forna) er móbergseyja á Markarfljótsaurum, sömu tegundar og Pétursey, Dyrhólaey og Hjörleifshöfði. Litli bróðir Stóra-Dímons, Litli-Dímon, er staðsettur sunnan við eystri brúarsporð gömlu brúarinnar yfir Markarfljót. Stóri-Dímon...

Dverghamrar á Síðu

Dverghamrar eru sérstæðir stuðlabergshamrar austan við Foss á Síðu. Talið er að hamrarnir hafi mótast í lok síðustu ísaldar þegar suðurströnd landsins lá hér um. Þá hafi sjávarbrimið smám saman hreinsað allt móberg af...

Fjaðrárgljúfur

Fjaðrárgljúfur er einstaklega fallegt tveggja km langt og 100 metra djúpt gljúfur skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Talið er að gljúfrið hafi orðið til fyrir um það bil 9 þúsund árum fyrir tilverknað vatnsflaums sem...

Flateyri við Önundarfjörð

Flateyri er þorp á Vestfjörðum sem stendur á samnefndri eyri við norðanverðan Önundarfjörð. Þorpið er hluti af Ísafjarðarbæ og þann 1. janúar 2014 voru íbúar Flateyrar 204. Árið 1964 voru íbúar Flateyrar 550. Hvalveiðimaðurinn...

Hvítárnes á Kili

Hvítárnes er gróðurlendi við norðaustanvert Hvítárvatn á Kili sem orðið hefur til við framburð Fúlukvíslar, Tjarnár og Fróðár. Umhverfi Hvítárvatns er meðal fegurstu staða á hálendi Íslands og mest ljósmynduðu. Fyrsta sæluhús F.Í. Rétt...

Sjógeymirinn í Vestmannaeyjum

Sjógeymirinn við Skansinn vekur athygli, þegar komið er að virkinu, enda „hanga“ rústir hans að hálfu leyti utan í nýja hraunjaðrinum frá Heimaeyjargosinu 1973. Geymirinn er leifar sjóveitunnar í Eyjum, sem sá m.a. fiskvinnslunni...

Arnarker í Leitahrauni

Arnarker, eða Kerið, er rúmlega 500 metra langur sérstæður hellir í Leitahrauni í Ölfusi sem varð til við gos í gígnum Leiti við Bláfjöll fyrir um 5000 árum. Hægt er að komast ofan í hellinn í...

Hásteinn í Vestmannaeyjum

Hásteinn stendur í brekkunni upp Hána á móts við Illugagötu og Brekkugötu í Vestmannaeyjum. Hægt er að klifra upp á steininn, sem var vinsælt hjá krökkum af nærliggjandi götum um miðja og fram á...

Skansinn í Vestmannaeyjum

Virkið Skansinn er orð úr dönsku og þýðir virki. Upphaflega var hann gerður árið 1586 til þess að verja dönsku konungsverslunina gegn ágangi Englendinga, en hefur síðan verið margendurbyggður. Miklar endurbætur voru t.a.m. gerðar...

Hringskersgarðurinn í Vestmannaeyjum

Syðri og eystri hafnargarðurinn á Heimaey var byggður við Hringsker og er kenndur við það, en hann er gegnt Hörgaeyrargarðinum, þar sem byggð var fyrsta kirkja í kristnum sið árið 1000. Höfnin á Heimaey...

Prestbakki á Síðu

Prestbakki er bær og kirkjustaður á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Hér sat eldklerkurinn Jón Steingrímsson (1728-1791) frá 1778 til dauðadags. Jón var fjölhæfur og víðlesinn maður sem hafði sérstakan áhuga á eldgosum eftir að hann varð vitni að...

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði er einn af þremur spítölum sem Frakkar reistu á Íslandi í lok 19. aldar og byrjun 20. aldar til að þjóna frönskum sjómönnum á Íslandsmiðum. Hinir spítalarnir voru í Vestmannaeyjum og Reykjavík. ...

Lakagígar

Lakagígar eru um 27 km löng gígaröð vestan Vatnajökuls sem varð til í Skaftáreldum 1783-1784. Skaftáreldar Skaftáreldar byrjuðu á hvítasunnudag þann 8. júní 1783 að undangenginni langri jarðskjálftahrinu og stóð gosið fram í febrúar...

Sýslumannskór í Vestmannaeyjum

Sýslumannskór er hellisskúti austan megin í Hánni, kenndur við M.M.L. Agaard, danskan sýslumann Eyjamanna, á árunum 1872- 1891. Aagaard sýslumaður var vel látinn og aflaði sér vinsælda og virðingar ásamt eiginkonu sinni og börnum...

Gálgahraun á Álftanesi

Gálgahraun er hraunspilda á Álftanesi sem er hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um 8000 árum. Gálgaklettur Í Gálgahrauni er Gálgaklettur sem talinn er einn af aftökustöðum Kópavogsþings sem starfaði frá því snemma á...

Mýrdalsjökull

Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull landsins um 590 km2 að flatarmáli og 1480 metrar yfir sjávarmáli þar sem hann er hæstur. Úr jöklinum falla tvær jökulár, Jökulsá á Sólheimasandi og Múlakvísl. Virk eldstöð Þótt Mýrdalsjökull...

Dettifoss

  Dettifoss er foss í Jökulsá á Fjöllum sem á upptök sín í Vatnajökli og rennur til sjávar í Öxarfirði. Dettifoss er 45 metrar á hæð, um 100 metra breiður og er aflmesti foss landsins...

Seljavallalaug undir Eyjafjöllum

Heitavatnslaug undir Eyjafjöllum Seljavallalaug var byggð árið 1923 af Ungmennafélagi Eyfellinga, þar sem heitt vatn var að finna í Laugarárgili við rætur Eyjafjalla. Fellur laugin einstaklega vel inn í umhverfið með klettavegg á eina hlið...

Hekla

Hekla er 1491 metra hár og um 7000 ára gamall eldhryggur í Rangárvallasýslu sem liggur á mörkum brotabeltis og gosbeltis. Fjallið er oft kallað „drotting íslenskra eldfjalla“. Á öldum áður var því trúað víða...

Steinar undir Eyjafjöllum

Þar sem nú er grjótskriða, nánast frá fjallsbrún niður að þjóðveginum, stóðu Steinabæirnir undir Austur- Eyjafjöllum. Bæirnir áttu sér langa sögu aur- og skriðufalla í nábýli við fjöllin og Steinalækinn, sem gat vaxið í...

Skiphellar í Vestmannaeyjum

Skiphellar voru, eins og nafnið gefur til kynna, hellar fyrir skip, þar sem bátar Eyjamanna voru geymdir og lagfærðir a.m.k. á 19. öld og fram á þá 20. Undir Skiphellum voru þessir skútar kallaðir,...

Langidalur í Þórsmörk

Skagfjörðsskáli Langidalur er dalur í sunnanverðri Þórsmörk, austan við Valahnjúk. Ferðafélag Íslands reisti sæluhús í mynni dalsins árið 1954 og var húsið nefnt Skagfjörðsskáli eftir Kristjáni Ó. Skagfjörð (1883-1951), stórkaupmanni og framkvæmdastjóra félagsins. Langidalur var lengi...

Jóhannes Kolbeinsson á Krossáraurum

Jóhannes Kolbeinsson er bjarg eða steinn á Krossáreyrum sem kenndur er við Jóhannes Kolbeinsson (1906-1982), fararstjóra og heiðursfélaga í Ferðafélagi Íslands.  Hrunið úr Innstahaus ’67 Þann 15. janúar 1967 hrundu milljónir tonna af bergi...

Látrabjarg

Látrabjarg er langstærsta sjávarbjarg á Íslandi og vestasti oddi landsins. Það er 14 km langt og 440 metrar á hæð þar sem það er hæst. Talið er að bjargið hafi hlaðist upp í eldgosum...

Sálnahliðið í Vestmannaeyjum

Sálnahliðið að Landakirkjugarði varð eitt af þekktustu myndefnunum í Heimaeyjargosinu 1973.  Bogalagað hliðið gnæfði til himins með krossinn efstan og eldspúandi gíg í bakgrunni.  Letrið á boganum, Ég lifi og þér munuð lifa, fékk...

Fiskhellar í Vestmannaeyjum

Þverhnýptur móbergsklettur, sem gnæfir til himins vestur á Heimaey á leið í Herjólfsdal. Fiskhellar eru, eins og nafnið bendir til, hellar eða skorningar inni í berginu, þar sem hraungrýti var staflað upp á syllum...

Náhlíð

Náhlíð er heiti á suðurhlíð hálsins milli Miðdala og Haukadals. Ýmsar kenningar eru til um heiti hlíðarinnar en engin ein virðist njóta sérstakrar hylli. Í miðri Náhlíð er kirkjustaðurinn Kvennabrekka.  

Guðrúnarlaug í Sælingsdal

Sælingsdalslaug í Sælingsdal í Dalasýslu var vinsæl baðlaug til forna og er laugin bæði nefnd í Laxdælu og Sturlungu. Þar hittust gjarnan aðalsöguhetjur Laxdælu, þau Kjartan Ólafsson, Bolli Þorleiksson og Guðrún Ósvífursdóttir og hér spáði Gestur spaki...

Bani í Haukadal

„Upp af bænum á Skarði [í Haukadal í Dalasýslu] er fjallið Bani, en fyrir neðan nefnist Banaskál. Sagan segir að eitt sinn hafi skólapiltar frá Hólum verið á heimleið í jólafrí og ætluðu Haukadalsskarð....

Hveravellir á Kili

Hveravellir eru hverasvæði á Kili, „ein hin einkennilegasta og furðulegasta listasmíð náttúrunnar, sem á Íslandi finnst“ segir í Ferðabók Eggerts og Bjarna, með hverum eins og Öskurhólshver, Fagrahver, Bláhver, Grænahver og Eyvindarhver. Í Vatnsdæla sögu og...