Merkjárfoss (Gluggafoss)

Mynd BÁRA BALDURSDÓTTIR

Merkjárfoss, einnig kallaður Gluggafoss, er foss í ánni Merkjá sem fellur ofan í Fljótshlíð milli Hlíðarendakots og Múlakots. Raunar er hér um tvo fossa að ræða og er líklegt að heitið Gluggafoss eigi einvörðungu við efri fossinn. Fossinn er friðlýst náttúruvætti. Aðgengi að fossinum er gott og það er ómaksins vert að aka Fljóthlíðina og stansa stundarkorn við fossinn og rifja upp sögustaði Njálu.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

 

Skildu eftir svar