Fagradalsfjall á Reykjanesi
Fagradalsfjall er móbergsfjall á Reykjanesskaga, um 385 metrar á hæð. Það telst vera vestasti hluti Reykjanesfjallgarðsins þótt finna megi stök fell vestar.
Flugslys sem breytti veraldarsögunni
Nokkur flugslys hafa orðið í fjallinu en því hefur verið haldið fram að eitt þeirra hafi breytt veraldarsögunni. Þann 3. maí 1943 fórst bandarísk herflug af gerðinni B-24D-1-CO Liberator í fjallinu en vélin gekk undir nafninu Hot Stuff. Fjórtán manns létu lífið en einn komst lífs af. Meðal hinna látnu var Frank Maxwell Andrews (1884-1943), æðsti yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu. Sá sem tók við af Andrews var Dwight D. Eisenhower (1890-1969), æðsti yfirmaður sameinaðra herja bandamanna í innrásinni í Normandy og forseti Bandaríkjanna 1953-1961. Á stríðsárunum nefndi bandaríska setuliðið á Íslandi íþróttabraggann í Sólheimum (Hálogaland) eftir Frank Maxwell.