Árið 1918

Mynd dv.is

Árið 1918 var viðburðaríkt ár hér á landi. Þetta ár lauk heimstyrjöldinni fyrri og Spánska veikin breiddist út um heimsbyggðina. Talið að veikin hafi lagt 25-50 milljónir manna að velli á heimsvísu en hér á landi er talið að um 500 manns hafi látist af hennar völdum. Á Íslandi byrjaði árið með fimbulkuldum og í janúar fór frostið niður í -38 gráður á Grímsstöðum á Fjöllum. Landsins forni fjandi, hafísinn, umkringdi landið og takmarkaði verulega flutning nauðsynjavöru til hinna dreifðu byggða og kolaskortur vegna heimsstyrjaldarinnar bætti ekki úr skák. Frostaveturinn mikli, eins og veturinn 1917-1918 er oft kallaður, var ekki einu náttúruhamfarirnar sem gengu yfir Ísland á árinu því í október hófst gos í Kötlu sem varð eitt stærsta Kötlugos frá upphafi byggðar á Íslandi. Í október var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um sambandslagasamninginn sem veitti Íslendingum fullveldi innan danska konungsveldisins sem konungsríkið Ísland. Jón Magnússon varð fyrsti forsætisráðherra hins fullvalda konungsríkis en hann sat á þingi fyrir Heimastjórnarflokkinn á þessum árum. Þéttbýlismyndum var í fullum gangi og steinhús vorum óðum að útrýma gömlu torfbæjunum. Víða bjó fólk þó þröngt og við erfið kjör og vatnsklósett og rafmagn var munaður sem ekki margir nutu.

Skildu eftir svar