Lögberg á Þingvöllum
Lögberg var „ræðupúlt“ hins forna allsherjarþings á Þingvöllum, Alþingis. Á Lögbergi sagði lögsögumaðurinn upp gildandi lög í landinu, þar voru sagðar fréttir og þar báru menn upp mál sín og ágreiningsefni. Ekki er vitað nákvæmlega hvar Lögberg var staðsett en tveir staðir eru einkum nefndir í því sambandi; annars vegar upp við bergvegginn inni í Almannagjá og hins vegar bergstallurinn á Hallnum þar sem fánastöngin stendur nú. Hlutverk Lögbergs hvarf þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd árið 1262 með Gamla sáttmála.