Tjarnargata 32 (Ráðherrabústaðurinn)

Hús við Tjarnargötu 32 sem Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherrann, reisti árið 1907. Gengur húsið almennt undir nafninu Ráðherrabústaðurinn. Húsið var upphaflega reist árið 1892 á Sólbakka á Flateyri en eigandinn, Ellefsen hvalveiðimaður, seldi Hannesi húsið á 5 krónur. Við endurreisn þess í Reykjavík var húsinu breytt þó nokkuð og stækkað. Árið 1909 keypti landstjórnin húsið og gerði það að opinberum bústað fyrir ráðherra Íslands og síðar forsætisráðherra. Eftir 1940 hefur húsið einkum verið notað sem gististaður fyrir erlenda þjóðhöfðingja og móttökuhús og fundastaður ríkisstjórna.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar