Bakki í Svarfaðardal

Mynd Wikipedia

Bakki er jörð í Svarðardal inn af Eyjafirði sem þekktust er fyrir að vera heimili bræðranna Gísla, Eiríks og Helga, betur þekktir sem Bakkabræður. Ekki er vitað hvenær þeir bræður voru uppi en helsta heimildin um tilvist þeirra eru Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Þar er að finna margar sögur um þessa einföldu bræður, sögur eins og Faðir vor kallar kútinn, Ekki er kyn þó keraldið leki og Kötturinn étur allt. Ekki má rugla þeim bræðrum við aðra bræður sem kenndir eru við bæinn Bakka í Fljótum en þeir hétu Eiríkur, Þorsteinn, Gísli og Jón.

Reykjavíkurævintýri Óskars Gíslasonar

Árið 1951 gerði Óskar Gíslason myndina Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra sem fjallar um ferð bræðranna til Reykjavíkur í þeim tilgangi að hitta þrjár ungar konur sem þeir höfðu kynnst. Ekki þarf að fara mörgum orðum um vandræðaganginn á þeim bræðrum í þeirri ferð.

Kaffihús Bakkabræðra

Á Dalvík er nú rekið kaffihús sem kennir sig við þá bræður og heitir Kaffihús Bakkabræður.

Skildu eftir svar