Hof á Skagaströnd
Hof er bær og kirkjustaður á Skagaströnd í Húnavatnssýslu. Hér fæddist Jón Árnason (1819-1888), fræðimaður og fyrsti Landsbókavörður Íslands. Jón var ásamt Sigurði málara (1833-1874) einn helsti frumkvöðullinn að stofnun Forngripasafnsins (fyrirrennara Þjóðminjasafnsins) og var um skeið umsjónarmaður þess. Jón gaf út Íslenskar þjóðsögur og ævintýri í tveimur bindum á árunum 1862-1864. Kirkjan á Hofi var byggð 1876 og er friðuð.