Bjarg í Miðfirði

Mynd Eysteinn Guðni Guðnason

Bjarg er bær í Miðfirði í Húnavatnssýslu sem er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður frægasta útlaga Íslandssögunnar, Grettis sterka Ásmundarsonar. Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár, er fæddur og uppalinn á Ytra-Bjargi en núverandi bóndi á Ytra-Bjargi (2018) er bróðir Friðriks, Þorvaldur Pálsson. Árið 1999 fékk Ytra-Bjarg verðlaun sem snyrtilegasta býlið í Húnaþingi.

Af vefnum www.northwest.is

„Að Bjargi átti Grettir ætíð athvarf hjá Ásdísi móður sinni þrátt fyrir að vera 19 ár í útlegð. Ýmsir staðir í nágrenni Bjargs, og reyndar um sýsluna alla, draga nafn sitt af útlaganum: Grettishaf, Grettistak og Grettishöfði sem er við Arnarvatn en þar dvaldi Grettir í þrjá vetur. Grettir leitaði oft til frænda síns Þorsteins Kuggasonar í Ljárskógum og talið er að í eitt skipti hafi hann dvalið hjá honum vetrarlangt. Grettir var veginn í Drangey á Skagafirði og færðu banamenn hans Ásdísi móður hans höfuðið af kappanum og er það talið grafið undir hellu einni í túninu. Minnisvarði var reistur um Ásdísi á Bjargi árið 1974 og eru á honum lágmyndir úr Grettissögu eftir Halldór Pétursson“.

Skildu eftir svar