Rauðdalsskörð á Barðaströnd

„… nálega var hann kunnur að illu einu en enginn var hann hugmaður“

Rauðdalsskörð (Rauðuskörð/Reiðskörð) eru háir og þunnir berggangar á Barðaströnd sem ná alla leið til sjávar.

Aftaka Sveins skotta

Hér var Sveinn skotti (1596-1648), sonur fjöldamorðingjans Axlar- Bjarnar, hengdur árið 1648 fyrir afbrot sín. Meðal annars hafði hann gert tilraun til að nauðga húsfreyjunni í Rauðsdal. Magnús sýslumaður Jónsson í Haga lét handtaka hann á þessum slóðum og dæmdi hann til dauða fyrir afbrot sín. Jón Árnason segir sögu hans í þjóðsagnasafni sínu og þar má finna ofangreinda lýsingu á honum.

Dauði Guðbrands Sigurðssonar

Hér lést af slysförum Guðbrandur Sigurðsson (1735-1779) frá Brjánslæk, faðir Gunnlaugs sýslumanns á Grund í Eyjafirði en afkomendur hans tóku upp ættarnafnið Briem. Segir þjóðsagan að draugur Sveins skotta hafi valdið dauða Guðbrandar. Sjá einnig færsluna Brjánslækur.

á

Skildu eftir svar