Þrístapar í Vatnsdal

Mynd ESSBALD
Síðasta aftakan 1830

Þrístapar eru þrír hólar í vestandverðum Vatnsdalshólum. Hér fór fram síðasta opinbera aftakan á Íslandi þann 12. janúar 1830 en þá voru Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir hálshöggvin fyrir morðin á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni á Illugastöðum 1828. Böðullinn, Guðmundur Ketilsson, var bróðir Natans. Öxin og höggstokkurinn eru varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands.

Skilaboð að handan öld síðar

Til er frásögn af konu í Reykjavík sem árið 1932 kom á framfæri skilaboðum og óskum að handan sem leiddu til þess að höfuð Agnesar og Friðriks fundust og jarðneskar leifa þeirra voru jarðsettar að Tjörn á Vatnsnesi árið 1934.

Bókmenntir

Árið 2013 kom út bókin Burial Rites eftir ástralskan skiptinema, Hannah Kent, um ást, glæp og aftöku Agnesar. Bókin hlaut frábærar viðtöku hér sem annars staðar og kom út á Íslensku undir nafninu Náðarstund árið 2014. Stórstjarnan Jennifer Lawrence keypti kvikmyndaréttinn að sögunni og mun hún leika aðalhlutverkið í mynd sem undirbúningur er hafin að. Aðrar bækur sem helgaðar eru þessum atburðum eru Yfirvaldið eftir Þorgeir þorgeirsson, Enginn má undan líta eftir Guðlaug Guðmundsson og Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi.

Ekki nákvæmt staðsetning.

Skildu eftir svar