Aðalstræti 8 (Fjalakötturinn)

Við Aðalstræti 8 stóð hús sem hafði upphaflega verið byggt í kringum 1790 en hafði verið mikið breytt og stækkað þegar Valgaður Ö. Breiðfjörð verslunarmaður hóf leiklistarstarfsemi í húsinu upp úr 1890. Árið 1906 hófust kvikmyndasýningar í húsinu og var þeirri starfsemi haldið áfram til ársins 1927 þegar salurinn var tekinn undir fundahöld og aðrar samkomur. Á tímabili var húsið notað undir verslun, íbúðir, kvikmyndasýningar og veitingastað. Gekk húsið jafnan undir nafninu Fjalakötturinn. Um tíma bjó Jónas Hallgrímsson í húsinu og hér dó Sigurður Breiðfjörð (1798-1846). Einn af Adlon-veitingastöðum Silla og Valda, Langibar, var rekinn í viðbyggingu hússins á árunum 1946-1960. Þrátt fyrir áköf mótmæli var Fjalakötturinn rifinn 1985. Á árunum 1987-1990 risu tvö steinhús á lóðinni, skrifstofuhús sem snéri að götunni og bakhús fyrir íbúðir. Arkitekt húsanna er Ingimundur Sveinsson.

 

Skildu eftir svar