Bankastræti 10

Ljósmynd frá 1890

Hér reisti P. C. Knudtzon kornmyllu árið 1864 sem gekk undir nafninu Hollenska myllan en áður hafði hann reist myllu þar sem nú er Suðurgata 20. Rekstur myllunnar gekk ekki sem skyldi og var hún á tímabili notuð sem geymsla. Var myllan rifin árið 1902. Síðar opnaði Tómas Jónsson kjötbúð sína hér en flutti hana á Laugaveg 2 árið 1917. Önnur fyrirtæki sem hér störfuðu voru m.a. Körfugerðin sem var hér á 4. og 5. áratug síðustu aldar og Véla- og raftækjasalan sem Ásbjörn Ólafsson stofnaði.

 

0

Skildu eftir svar