Bankastræti 3

Mynd ESSBALD

Við Bankastræti 3 stendur fyrsta íbúðarhúsið í Reykjavík sem byggt var úr tilhöggnu íslensku grágrýti. Húsið var byggt árið 1881 fyrir Sigmund Guðmundsson prentara sem rak prentsmiðu sína í húsinu. Talið er að sömu aðilar og reistu Alþingishúsið hafi byggt Bankastræti 3. Seinna hóf Landsbanki Íslands starfsemi sína í húsinu og dró strætið, sem áður hafði gengið undir nafninu Bakarabrekka eða Bakarastígur eftir Bernhöftsbakaríi neðar í brekkunni, nafn sitt af þeirri starfsemi og fékk heitið Bankastræti. Snyrtivöruverlunin Stella hóf starfsemi hér árið 1942. Húsið var friðað árið 2011.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar