Dynjandi í Arnarfirði

Dynjandi er um 100 metra hár foss í ánni Dynjanda í Arnarfirði á Vestfjörðum. Er fossinn efsti fossinn í ánni. Helsta einkenni fossins er lag hans, hversu mikið hann breikkar þegar neðar dregur. Við bjargbrún er hann um 30 metra breiður en neðst er hann orðinn um 60 metra breiður. Nokkrar deilur urðu á síðustu öld um nafn fossins en ýmsir hafa haldið því fram að hið rétta (og gamla) nafn fossins sé Fjallfoss en nú hefur verið sýnt fram á að það er rangt. Fossinn er einn vinsælasti viðkomustaður erlendra ferðamanna á Vestfjörðum.

Bærinn Dynjandi

Fyrir botni Dynjandivogs, skammt frá ósi Dynjandiár, stóð bærinn Dynjandi. Á 19. öld bjó hér bóndinn og útgerðarmaðurinn Símon „skipherra“ Sigurðsson úr Hörgárdal í Eyjafirði. Símon og Jón Bjarnason mágur hans festu kaup á danskri jagt, Margréti Maríu, sem þeir gerðu út frá Dynjanda í áratugi. Dynjandi fór í eyði árið 1951. Lesa má um Símon og útgerð hans á vefnum Sagnabrunnur Vestfjarða.

Fjallfoss Eimskipafélags Íslands

Árið 1941 skírði Eimskipafélag Íslands skip sem áður hafði heitið „Edda“ í höfuðið á fossinum of nefndi það Fjallfoss.

Skildu eftir svar