Erpsstaðir í Miðdölum

 

Mynd ESSBALD

Landnámsjörð

Erpsstaðir eru bær í Miðdölum í Dalasýslu. Erpsstaðir voru landnámsjörð Erps Meldúnssonar sem átti að foreldrum skoskan jarl og írska konungsdóttur. Í Sturlubók eru afkomendur Erps nefndir Erplingar.

Fornleifar

Lengi var forn tóft í túninu á Erpsstöðum og gerði Þorsteinn Erlingsson uppdrátt af henni árið 1895. Þegar Brynjúlfur Jónsson heimsótti Erpsstaði árið 1898 í þeim tilgangi að skoða tóftina var bóndinn, Snorri Þorláksson, búinn að taka allt grjótið úr henni og slétta yfir (Árbók hins íslenska fornleifafélags 1899).

Rjómabú

Síðan 2009 hefur verið rekið rjómabú á Erpsstöðum sem framleiðir m.a. gamaldags skyr, skyrkonfekt, osta og margar tegundur af ísum. Mikill fjöldi ferðamanna kemur við á Erpsstöðum til að skoða fjósið og neyta afurða rjómabúsins.

 

 

Skildu eftir svar