Fríkirkjuvegur 11

Mynd ESSBALD

Ættaróðal Thorsaranna

Við Fríkirkjuveg 11 stendur friðað hús sem athafnamaðurinn Thor Jensen byggði á árunum 1907 og 1908. Arkitekt hússins var Erlendur Einarsson og yfirsmiður þess var Steingrímur Guðmundsson. Húsið var eitt af fyrstu húsum landsins með bæði vatns- og raflagnir. Hér bjó Thor og fjölskylda hans til ársins 1937 en þá fluttu þau að Lágafelli í Mosfellssveit.

Eigendaskipti

Einn af sonum Thors bjó áfram í húsinu eftir að Thor og Margrét fluttu upp að Lágafelli en árið 1942 eignaðist Góðtemplarareglan húsið. Árið 1963 keypti Reykjavíkurborg húsið og átti það þangað til barnabarnabarn Thors, Björgólfur Thor Björgólfsson, keypti húsið árið 2008 fyrir 650 m.kr. Var sú sala mjög umdeild.

Saga fjölskyldunnar

Guðmundur Magnússon sagnfræðingur skrifaði bókina Thorsararnir. Auður – völd – örlög um sögu Thors og fjölskyldu hans. Bókin kom út árið 2005.

 

Skildu eftir svar