Hofsós á Höfðaströnd

Hofsós er lítið þorp á Höfðaströnd við Skagafjörð við samnefndan ós. Skipalægi er ágætt við Hofsós og er talið að Hofsós hafi tekið við af Kolkuós sem aðalverslunarstaður Skagfirðinga um 1600.

Pakkhúsið og Vesturfararsafn

Á Hofsósi er eitt elsta bjálkahús landsins, Pakkhúsið, reist árið 1772. Í gömlu kaupfélagsbyggingunni á Hofsósi er Vesturfararsafnið sem er tileinkað vesturferðunum svokölluðu þegar Íslendingar fluttu í tugþúsundatali til Kanada og Bandaríkjanna á seinni hluta 19. aldar.

Glæsileg sundlaug

Á Hofsósi er nýleg stórglæsileg sundlaug með útsýni yfir Skagafjörð sem Lilja Pálmadóttir, dóttir Pálma Jónssonar kaupmanns og Steinunn Jónsdóttir, dóttir Jóns Helga Guðmundssonar í BYKO, gáfu sveitarfélaginu árið 2010.

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar