Bergstaðastræti 12 (Brenna)

Mynd ESSBALD

Úr torfbæ í steinbæ

Á árunum 1880 til 1905 voru byggð allmörg steinhús og steinbæir í Reykjavík með tækni sem íslenskir steinsmiðir lærðu af byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg og Alþingishússins. Sérstaða steinbæjanna lá í því að þeir voru að miklu leyti eftirlíking torfbæjanna sem þeir leystu af hólmi. Veggir voru úr hlöðnu grjóti án glugga, gaflar oftst úr timri með gluggum og þakið bárujárnsklætt. Er því oft haldið fram að steinbæirnir séu eina sér-reykvíska húsagerðin. Talið er að um 170 steinbæir hafi verið byggðir á þessum árum en að aðeins 20 þeirra standi enn.

Ranka í Brennu

Bræðurnir Jónas og Magnús Guðbrandssynir, báðir steinsmiðir sem unnu við byggingu Alþingishússins, byggðu árið 1881 slíkan steinbæ á stað þar sem torfbær Ingimundar Þorbjörnssonar, Brenna, hafði áður staðið en er nú Bergstaðastræti 12. Eins og svo oft tók nýja húsið nafn torfbæjarins sem stóð þar áður og það gilti um hús þeirra bræðra. Ragnheiður (1892-1956) dóttir Jónasar, oftast kölluð Ranka, móðir Jónasar Árnasonar (1923-1998) og Jóns Múla Árnasonar (1921-2002) og eiginkona Árna frá Múla, ólst upp í Brennu og var hún jafnan kennd við húsið. Jónas nefndi íbúðarhús sitt í Reykholti í Borgarfirði Brennubæ en húsið er nú í umsjá starfsmannafélags menntamálaráðuneytisins.

Húsið

Búið var í Brennu fram undir 1970 en um miðjan 10. áratug síðustu aldar var hart deilt um fyrirhugað niðurrif hússins. Húsið var friðað árið 2011 en því miður hefur ekkert verið gert til að færa húsið í fyrra horf.

 

3 Responses

  1. Eyjólfur skrifar:

    Hér er hægt að fylgjast með uppgerð á Brennu
    https://www.facebook.com/brenna1881/

  2. Essbald skrifar:

    Á einhver gamla mynd af Brennu?

Skildu eftir svar