Grund á Fellsströnd

Mynd Valdimar Gestsson

Grund er bær á  Fellsströnd í Dalasýslu sem Gestur Sveinsson (1920-1980) reisti í landi Litla-Galtardals árið 1954. Hann giftist Guðrúnu (Dúnu) Valdimarsdóttur frá Guðnabakka í Stafholtstungum (var fædd að Kjalvararstöðum í Reykholtsdal) og eignuðust þau átta börn. Árið 1966 flutti fjölskyldan að Straumi við Hafnarfjörð. Meðal barna Gests og Guðrúnar eru þau Svavar, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, Guðný Dóra, forstöðukona Gljúfrasteins, Sveinn bóndi á Staðarfelli og Valdimar.

Skildu eftir svar