Garðastræti 11 A
Hákot er hús við Garðastræti 11 A í Grjótaþorpi. Hér stóð torfbær sem Þórður Gíslason byggði rétt eftir aldamótin 1800 og kallaði Hákot. Árið 1893 byggðu Guðmundur Ásmundsson og Jón Þórðarson hér samnefnt steinhlaðið hús. Húsið er eitt af fáum steinhlöðnum húsum sem eftir eru í Reykjavík og var það friðað að utan árið 1999.