Melkot í Reykjavík

Melkot um 1900

Einn af síðustu torfbæjunum

Melkot var torfbær sem stóð við Suðurgötu fyrir ofan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu, upphaflega afbýli frá Melshúsum.  Ekki er vitað hvenær bærinn var byggður en hann var einn af síðustu torfbæjunum í Reykjavík. Ekki ber heimildum saman um hvenær bærinn var rifinn en flest bendir til þess að hann hafi verið rifinn árið 1918 sbr. þessa frétt í blaðinu Fréttir þann 15. júlí 1918. 

Fyrirmynd að Brekkukoti Laxness

Melkot var fyrirmynd Halldórs Laxness að Brekkukoti í Brekkukotsannál sem kom út árið 1957. Móðir Halldórs ólst upp í Melkoti hjá móðursystur sinni Guðrúnu Klængsdóttur og manni hennar Magnúsi Einarssyni. Í safninu á Gljúfrasteini má sjá gamla skoska standklukku sem var í eigu þeirra hjóna í Melkoti. Kemur klukkan víðar við í ritum Halldórs.

Lesefni: www.torfbaeir.com

 

Skildu eftir svar