Mosfell í Grímsnesi

Mynd commons.wikimedia.org

Mosfell er bær undir samnefndu felli sunnan Apavatns í Grímsnesi. Mosfell var landnámsjörð Ketilbjörns hins gamla, þess er nam Grímsnes. Sagan segir að Ketilbjörn hafi átt mikið magn silfurs og eitt sinn þegar synir hans vildu ekki gegna honum lét hann þræla sína grafa silfrið uppi á fellinu og drap síðan þrælana til að til koma í veg fyrir að þeir segðu frá. Haukdælir, sem voru ein helsta valdaætt landsins á Sturlungaöld, voru frá Ketilbirni komnir.

Gissur hvíti

Sonarsonur Ketilbjarnar var Gissur hvíti Teitsson, goðorðsmaður í lok 10. aldar og byrjun 11. aldar og einn helsti foringi kristinna manna við kristnitökuna árið 1000. Þegar Gissur og Hjalti Skeggjason tengdasonur hans snéru heim frá Noregi árið 1000 fól Noregskonungur þeim að reisa kirkju þar sem þeir kæmu fyrst að landi. Þeir lentu í Vestmannaeyjum og byggðu þar stafkirkju (sjá einnig færsluna Hörgaeyri). Gissur átti Ísleif (1006-1080), fyrsta biskup Íslands, með þriðju konu sinni Þórdísi Þóroddsdóttur. Hann var foringi þeirra sem drápu Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda um 990.

Skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar