Flugumýri í Skagafirði

Mynd Mats Wibe Lund

Flugumýri er bær og kirkjustaður í Blönduhlíð í Skagafirði sem kenndur er við Flugu, hryssu landnámsmannsins Þóris Dúfunefs. Talið er að Dúfunefsfell á Kili sé kennt við Þóri Dúfunef. Flugumýri var höfðingasetur á Sturlungaöld og bjuggu þar m.a. Kolbeinn ungi Arnórsson og Gissur Þorvaldsson.

Flugumýrarbrenna

Í Flugumýrarbrennu árið 1253 reyndi Eyjólfur ofsi, tengdasonur Sturlu Sighvatssonar, að brenna Gissur Þorvaldsson og fjölskyldu hans inni í brúðkaupsveislu Halls Gissurarsonar og Ingibjargar dóttur Sturlu Þórðarsonar sagnaritara. Eyjólfur var ósáttur við þau áform að gifta Ingibjörgu Halli í þeim tilgangi að koma á sáttum milli Gissurar og Sturlunga. Sturla Þórðarson hafði yfirgefið brúðkaupið þegar árásin var gerð en Gissur bjargaðist með því að leita skjóls ofan í sýrukeri. Kona og þrír synir Gissurar létust í brennunni.

Ofsi Einars Kárasonar

Bók Einars Kárasonar Ofsi fjallar um aðdraganda og eftirmála Flugumýrarbrennu.

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar