Tagged: Sturlunga

Árið 1262

Árið 1262 var Gissur Þorvaldsson jarl yfir Íslandi í umboði Noregskonungs, 54 ára gamall. Noregskonungur hafði lengi att íslenskum höfðingjum saman í þeim tilgangi að ná yfirráðum hér á landi og loksins, árið 1262,...

Árið 1208

Árið 1208 fæddust tveir drengir á Íslandi sem áttu eftir að setja mikinn svip á 13. öldina. Þetta voru þeir Kolbeinn Arnórsson af ætt Ásbyrninga og Gissur Þorvaldsson af ætt Haukdæla. Vígi Ásbyrninga var...

Breiðabólsstaður í Fljótshlíð

Breiðabólsstaður er bær og kirkjustaður í Fljótshlíð. Hér bjó Ormur Jónsson sem jafnan var kenndur var við staðinn og kallaður Ormur Breiðbælingur. Ormur var sonur Jóns Loftssonar í Odda. Eftir lát Orms bjó Hallveig...

Víðivellir í Skagafirði

Víðivellir eru bær, fornt höfuðból og kirkjustaður í Blönduhlíð í Skagafirði en síðasta kirkjan á Víðivöllum var aflögð árið 1765. Í landi Víðivalla stóð bærinn Örlygsstaðir en þar fór fram einn fjölmennasti bardagi Sturlungualdar þann...

Gillastaðir í Króksfirði

Gillastaðir eru bær í Króksfirði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hér var Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur brenndur inni árið 1228 í hefndum fyrir víg Hrafns Sveinbjarnarsonar á Eyri (Hrafnseyri) við Arnarfjörð. Þorvaldur, sem telja má síðasta höfðingja...

Svínafell í Öræfum

Svínafell er bær og fornt höfðingjasetur í Öræfasveit sem ein af helstu valdaættum Sturlungualdar, Svínfellingar, var kennd við. Í upphafi 13. aldar er talið að veldi Svínfellinga hafi teygt sig um gjörvallt Austurland og...

Espihóll í Eyjafirði

Bær í Eyjafirði, löngum stórbýli og höfðingjasetur. Bærinn kemur við sögu í Víga-Glúms sögu og í Sturlungu er sagt frá því að hér hafi Kolbeinn grön Dufgusson verið drepinn árið 1254 að undirlagi Gissurar...

Hvítárnes á Kili

Hvítárnes er gróðurlendi við norðaustanvert Hvítárvatn á Kili sem orðið hefur til við framburð Fúlukvíslar, Tjarnár og Fróðár. Umhverfi Hvítárvatns er meðal fegurstu staða á hálendi Íslands og mest ljósmynduðu. Fyrsta sæluhús F.Í. Rétt...

Oddi á Rangárvöllum

Sæmundur fróði og Oddaverjar Oddi á Rangárvöllum var eitt mesta höfðinga- og menntasetur landsins til forna og við Odda eru Oddaverjar kenndir. Hér bjó Sæmundur fróði Sigúfsson (1056-1133), ættfaðir Oddaverja og lærðasti maður landsins...

Borg á Mýrum

Borg er kirkjustaður og fornt höfðingasetur á Mýrum skammt frá Borgarnesi. Staðurinn er þekktastur fyrir að vera landnámsjörð Skallagríms Kveld-Úlfssonar og bær Egils (ca. 910-990) sonar hans. Snorri Sturluson Hér hóf Snorri Sturluson (1179-1241),...

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt er fornt höfuðból, kirkjustaður og skólasetur í Borgarfirði. Þekktastur er staðurinn fyrir að hér sat einn af mestu höfðingjum Sturlungaldar, sagnaritarinn og skáldið Snorri Sturluson (1179-1241). Snorri ritaði Heimskringu, Snorra-Eddu og að öllum líkindum einnig Egils sögu. Þau miklu valdaátök...

Valþjófsstaður

Valþjófsstaður er fornt höfðingjasetur og kirkjustaður í Fljótsdal. Snemma reis hér kirkja og í kaþólskum sið sátu hér tveir prestar og tveir djáknar. Á 13. öld var Valþjófsstaður eitt af höfuðbólum Svínfellinga. Hér fæddist...

Grund í Eyjafirði

Grund er fornt höfuðból og kirkjustaður í Eyjafirði skammt sunnan við Hrafnagil, um 20 km frá Akureyri. Hér stendur stærsta og glæsilegasta kirkja landsins sem byggð er af einstaklingi. Sturlungaöld Þegar Sighvatur Sturluson, sonur...

Miklibær í Skagafirði

Miklibær er sögufrægur bær og kirkjustaður í Blönduhlíð í Skagafirði. Bærinn kemur við sögu í aðdraganda og eftirmála Örlygsstaðabardaga og þar lét Kolbeinn ungi vega Kálf Guttormsson og son hans Guttorm fyrir það eitt...

Syðsta-Grund í Skagafirði

Syðsta-Grund er bær í Blönduhlíð í Skagafirði. Árið 1246 fór þar, nánar tiltekið á Dalsáreyrum, fram ein af stórorustum Sturlungaaldar og einn mannskæðasti bardagi Íslandssögunnar, Haugsnesbardagi. Þar börðust Sturlungar, undir forystu Þórðar Kakala, og  Ásbirningar, undir forystu Brands...

Víðimýri í Skagafirði

Víðimýri er fornt höfuðból og kirkjustaður í Skagafirði, rétt ofan við Varmahlíð. Á 12. og 13. öld bjuggu hér margir af helstu höfðingjum Ásbirninga  s.s. Kolbeinn Tumason og Brandur Kolbeinsson og kom Víðimýri við...

Húnaflói (Flóabardagi)

Húnaflói er stærsti flói á Norðurlandi, um 50 km breiður þar sem hann er breiðastur. Inn af honum ganga firðir eins Hrútafjörður, Miðfjörður og Húnafjörður.  Flóabardagi, eina sjóorustan sem vitað er að Íslendingar hafi...

Flugumýri í Skagafirði

Flugumýri er bær og kirkjustaður í Blönduhlíð í Skagafirði sem kenndur er við Flugu, hryssu landnámsmannsins Þóris Dúfunefs. Talið er að Dúfunefsfell á Kili sé kennt við Þóri Dúfunef. Flugumýri var höfðingasetur á Sturlungaöld og bjuggu...

Örlygsstaðir í Skagafirði

Örlygsstaðir eru eyðibýli í landi Víðivalla í Skagafirði. Þann 21. ágúst 1238 fór hér fram fjölmennasti bardagi Íslandssögunnar, Örlygsstaðabardagi, en talið er að allt að 2500 menn hafi tekið þátt í bardaganum. Örlygsstaðabardagi Í bardaganum lutu...

Reynistaður í Skagafirði

Reynistaður er sögufrægur bær í Skagafirði, eitt af höfuðbólum Ásbirninga á Sturlungaöld. Meðal þekktra ábúenda á Reynistað voru Þorfinnur Karlsefni og kona hans Guðríður Þorbjarnardóttir, Brandur Kolbeinsson, Gissur Þorvaldsson jarl, Oddur Gottskálksson, sem gaf út árið 1540...

Málmey á Skagafirði

Endalok byggðar Málmey er eyja á Skagafirði, hæst 156 metrar yfir sjávarmáli. Eyjan hefur lengst af verið í byggð en síðustu ábúendur hurfu burt úr eynni þegar íbúðarhús og fjós brunnu til kaldra kola rétt fyrir...

Guðrúnarlaug í Sælingsdal

Sælingsdalslaug í Sælingsdal í Dalasýslu var vinsæl baðlaug til forna og er laugin bæði nefnd í Laxdælu og Sturlungu. Þar hittust gjarnan aðalsöguhetjur Laxdælu, þau Kjartan Ólafsson, Bolli Þorleiksson og Guðrún Ósvífursdóttir og hér spáði Gestur spaki...

Staðarfell á Fellsströnd

Staðarfell er bær og kirkjustaður á Fellsströnd í Dalasýslu. Hér fæddist Þórður Gilsson, faðir Hvamm-Sturlu. Meðal þekktra ábúenda á Staðarfelli til forna má nefna Þorvald Ósvífursson, fyrsta eiginmann Hallgerðar Langbrókar. Fyrsta ljósmæðraprófið 1768 Hér tók Rannveig...

Staðarhóll í Saurbæ

Staðarhóll er fornt höfuðból, kirkjustaður og eyðibýli í Saurbæ í Dalasýslu sem fyrir kristni hét Hóll. Samkvæmt Landnámu byggði Víga-Sturla fyrstur manna bæ á Staðarhóli en meðal þekktra ábúenda á Staðarhóli til forna voru Þorgils...

Hvammur í Dölum

Landnámsjörð Auðar djúpúðgu Hvammur er landnámsjörð, fornt höfðingjasetur og kirkjustaður í Hvammssveit í Dalasýslu. Hvammur var landnámsbær  Auðar djúpúðgu sem kom til Íslands frá Írlandi. Hún var dóttir Ketils flatnefs hersis í Noregi. Maður hennar var...

Skarð á Skarðsströnd

Skarð á Skarðsströnd er sögufrægur bær og kirkjustaður í Dalasýslu í landnámi Geirmundar heljarskinns. Bergsveinn Birgisson, höfundur bókarinnar Leitin að svarta víkingnum, telur að bær Geirmundar hafi staðið nálægt þar sem núverandi bær á Skarði...

Sauðafell í Miðdölum

Sauðafell er sögufrægur bær í Miðdölum í Dalasýslu sem stendur undir samnefndu felli. Meðal þekktra ábúenda á Sauðafelli á landnáms- og söguöld má nefna Erp Meldúnsson, leysinga Auðar Djúpúðgu, Þórólf Raunef, Mána, son Snorra goða,...