Gamli-Ossabær

Mynd Dorothea Julia

Vorsabær er heiti á nokkrum bæjum í Árnes- og Rangárvallasýslu. Gamli Ossabær er nafn á bæjarrústum í Austur-Landeyjum skammt frá Vorsabæ þar sem talið að bær Höskuldar Hvítanessgoða hafi staðið. Eru rústirnar á svipuðum stað og gamli Vorsabær stóð en hann  fór í eyði árið 1705.

Dráp Höskuldar Hvítanessgoða

Höskuldur Hvítanessgoði var sonur Þráins Sigúfssonar á Grjótá í Fljótshlíð sem Skarpéðinn Njálsson vó á Markarfljótsaurum. Var Höskuldur skírður eftir langafa sínum Höskuldi dala-kollssyni í Dalasýslu en hann var faðir Hallgerðar langbrókar sem átti Þorgerði móður Höskuldar Hvítanessgoða með Glúmi Óleifssyni. Þegar Höskuldur var um 12 ára gamall tók Njáll á Bergþórshvoli hann í fóstur og ólst hann upp á Bergþórshvoli með öðrum börnum þeirra Njáls og Bergþóru. Eftir að Höskuldur flutti í Ossabæ tókst Merði Valgarðssyni (lyga-Merði) að sá tortryggni og óvild milli Höskuldar og Njálssona sem endaði með því að þeir, ásamt Kára Sölmundarsyni og Merði, drápu Höskuld heima á Ossabæ. Sú atburðarás endaði með Njálsbrennu árið 1010 eða 1011. Talið er að Höskuldur hafi verið 25-30 ára gamall þegar hann var drepinn.

Skildu eftir svar