Gásir í Eyjafirði
Gáseyri er eyri við mynni Hörgár um 11 km norður af Akureyri. Þar má sjá mikinn fjölda tófta að sem nú eru friðlýstar. Gásasvæðið er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs fuglalífs og plantna sem eru á válista.
Upp- og útskipunarstaður á miðöldum
Gásir eða Gásakaupastaður var einn aðal verslunarstaður Norðurlands á 13. og 14. öld en talið er að á 15 öld hafi verslunin flust til Akureyrar. Fornleifarannsóknir benda til þess að Gásir hafi fyrst og fremst verið upp- og útskipunarstaður yfir sumartímann frá 12. öld fram á 15. öld en að innanlandsverslunin sjálf gæti hafa farið fram annars staðar.
Hátíðin Miðaldadagar
Hátíðin Miðaldadagar hefur verið haldin að Gásum í júlí á hverju ári síðan 2003. Á hátíðinni er reynt að endurskapa lífið eins og það var á Gásum á miðöldum. Fólk klæðist miðaldafatnaði, víkingar fara mikinn og fornt handverk og iðnaður eru til sýnis.