Gillastaðir í Króksfirði

Gillastaðir eru bær í Króksfirði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hér var Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur brenndur inni árið 1228 í hefndum fyrir víg Hrafns Sveinbjarnarsonar á Eyri (Hrafnseyri) við Arnarfjörð. Þorvaldur, sem telja má síðasta höfðingja Vatnsfirðinga, drap Hrafn frænda sinn árið 1213. Með liðsinni Sturlu Sighvatssonar brenndu synir Hrafns, Sveinbjörn og Krákur, Þorvald inni á Króksstöðum eins og fyrr segir. Þorvaldur var kvæntur Þórdísi Snorradóttur laundóttur Snorra Sturlusonar og bjargaðist hún naumlega úr eldinum. Synir Þorvaldar, þeir Þórður og Snorri, hefndu föður síns með svonefndri Sauðafellsför árið 1229 en voru síðan drepnir af Sturlu Sighvatssyni árið 1232 í Miðdölum í Dalasýslu, milli Bæjar og Hundadala.

 

Skildu eftir svar