Hlíðarendi í Fljótshlíð
„Fōgur er hlíðin“
Hlíðarendi er bær og kirkjustaður í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu. Á Hlíðarenda sátu löngum höfðingjar og sýslumenn en þekktasti ábúandinn á Hlíðarenda er án efa Gunnar Hámundarson, ein dáðasta hetja sögualdar. Gunnar var þriðji eiginmaður Hallgerðar Höskuldsdóttur langbrókar, dóttur Höskuldar Dala-Kollssonar frá Höskuldsstöðum í Laxárdal og hálfsystur Ólafs páa. Um hetjudáðir Gunnars og dauða er fjallað í fyrsta hluta Njálu. Atburðarásin í kjölfar þess að Hallgerður lætur þræl sinn Melkólf ræna matvælum frá Otkatli Skarfssyni í Kirkjubæ leiddi til þess að Gunnar var dæmdur útlægur en ákveður að fara hvergi en taka því sem að höndum bæri. Gissur hvíti og hinn lygni frændi Gunnars og tengdasonur Gissurar, Mörður Valgarðsson, fóru fyrir hópi manna sem felldu Gunnar eftir að Hallgerður neitaði honum um hárlokk í boga hans. Þetta var um 990.