Hrappsstaðir í Laxárdal
Bær í Laxárdal í Dalasýslu, skammt frá Hjarðarholti. Í Laxdælu segir að þar hafi Víga-Hrappur búið sem eftir dauða sinn varð einn rammastur drauga á Íslandi. Ólafi Páa tókst að kveða hann niður með því að grafa dys hans upp, brenna lík hans og strá öskunni á haf út.