Laugar í Sælingsdal
Laxdæla saga
Samkvæmt Laxdælu bjó Ósvífur spaki ásamt börnum sínum á Laugum í Sælingsdal. Guðrún dóttir hans bjó einnig að Laugum meðan hún var gift öðrum manni sínum, Þórði Ingunnarssyni og fyrri hluta hjónabands síns með Bolla Þorleikssyni. Heita laugin á Laugum kemur mikið við sögu í Laxdælu (sjá einnig færsluna Guðrúnarlaug).
Skólastarf, hótel og byggðasafn
Heimavistarskóli var á Laugum frá 1944 til ársins 2000 og hér hefur verið sundlaug frá því 1932. Í dag er rekið hótel og tjaldstæði á Laugum yfir sumartímann en yfir vetrartímann er hér rekin ungmenna- og tómstundastarfsemi í samstarfi við UMFÍ. Á Laugum er einnig byggðasafn Dalamanna.