Stóra-Vatnshorn í Haukadal
Stóra-Vatnshorn er bær og forn kirkjustaður í Haukadal í Dalasýslu. Stóra-Vatnshorns er getið í Landnámu, Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu. Eitt af merkari handritum Íslendingasagna, Vatnshyrna, er kennd við Stóra-Vatnshorn. Vatnshyrna eyðilagðist í brunanum stóra í Kaupmannahöfn 1728 en megnið af efni Vatnshyrnu varðveittist vegna vinnu Árna Magnússonar handritasafnara og samstarfsmanna hans. Árni Magnússon var fæddur í Kvennabrekku í Miðdölum ekki langt frá Stóra-Vatnshorni. Í landi Stóra-Vatnshorns eru fornar rústir sem taldar eru vera rústir bæjar Eiríks rauða, Eiríksstaðir. Sjá færsluna Eiríksstaðir.