Ásavegur 28 í Vestmannaeyjum

Hermann Hreiðarsson er fæddur 17. júlí 1974 og átti sín uppvaxtarár í Eyjum víða í bænum, en lengi ól hann manninn á Ásavegi 28. Hann fór fljótlega að sparka bolta eins og eyjapeyja var siður og náði góðum tökum á þeirri list. Hermann lék knattspyrnu með yngri flokkum í Eyjum og varð mjög ungur gjaldgengur með meistaraflokki Eyjamanna. Hann lék nokkur keppnistímabil undir merki eyjaskeggja þar til erlend lið fengu augastað á honum. Hélt hann utan til Bretlandseyja og varð atvinnuknattspyrnumaður þar í fjölmörg ár. Lék Hermann víða með mörgun enskum liðum, í alls 15 tímabil, við góðan orðstír, og var á sama tíma kjölfestan í varnarlínu íslenska landsliðsins, oft sem fyrirliði. Á Hermann að baki marga tugi landsleikja. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk hefur Hermann m.a. fengist við þjálfun, innanlands sem utan.

 

Skildu eftir svar