Laugardælakirkja

Kirkja að Laugardælum í Flóahreppi rétt utan við Selfoss. Kirkjan komst í fréttirnar þann 21. janúar 2008 þegar fyrrverandi heimsmeistari í skák, Robert J. Fischer, var jarðsettur hér í kyrrþey eftir stutta sjúkdómslegu. Fischer var veittur íslenskur ríkisborgararéttur 2005 eftir að hafa setið í japönsku fangelsi um tíma. Fischer var 64 ára gamall þegar hann lést. Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, skrifaði bókina Bobby Fischer comes home (2012) um síðustu ár Fischers á Íslandi. Mikill fjöldi erlendra ferðamanna heimsækir gröf Fischers á hverju ári.

 

Skildu eftir svar