Strembugata 18 í Vestmannaeyjum

Margrét Lára Viðarsdóttir, ein fremsta knattspyrnukona landsins um árabil, er fædd í Vestmannaeyjum 25. júlí 1986. Hún hneigðist snemma að boltasparki, enda æskuheimili hennar stutt frá Löngulág, þar sem knattspyrnukempur eyjanna höfðu alið manninn í áratugi. Margrét Lára náði fljótt góðum tökum á íþróttinni og reyndist liðtæk á meðal þeirra bestu bæði í stelpna- sem strákahópum í Eyjum. Ung hélt hún á meginlandið til æfinga og keppni, lék m.a. fjölda landsleikja og þótti einstaklega lunkin við að skila boltanum í mark andstæðinga. Þá hélt Margrét Lára utan í víking til Evrópu og lék m.a. til margra ára í Svíþjóð. Hún hefur margsinnis verið heiðruð fyrir íþróttaafrek sín og var t.a.m. kosin íþróttamaður ársins árið 2007.

 

Skildu eftir svar