Ásbyrgi í Vestmannaeyjum
Ásbyrgi við Birkihlíð 21 var æskuheimili Guðna Hermansen, listmálara. Guðni var fæddur 28. mars 1928 í Vestmannaeyjum og lærði málaraiðn, sem hann stundaði á yngri árum áður en hann snéri sér alfarið að myndlist. Þar fylgdust þeir að, hann og æskufélaginn í næsta húsi, Sverrir Haraldsson, sem átti eftir að verða landsþekktur málari. Guðni hélt sig hins vegar alla tíð við heimaslóðir og málaði mikið sitt nærumhverfi. Hann varð fyrsti íslenski listamaðurinn sem sýndi verk sín í Færeyjum sumarið 1972. Guðni lærði ungur að leika á ýmis hljóðfæri og spilaði á saxófón með ýmsum jazzhljómsveitum í Eyjum. Guðni lést 21. september 1989.