Brekastígur 24 í Vestmannaeyjum

Brekastígur 24, heimili Erlings Ágústssonar, rokksöngvara, sem fæddur var 9. ágúst 1930 í Vestmannaeyjum. Húsið er mikið breytt, en Erling reisti síðar bakhús (blátt á mynd) á fullorðinsárum, Brekastíg 24b, fyrir verkstæði og verslun. Þaðan rak Erling fyrstu „frjálsu“ útvarpsstöðina í Eyjum á 6. áratugnum og útvarpaði nýjustu rokklögin til Eyjaskeggja. Í lok þess áratugar varð Erling landsfrægur, er hann söng inn á hljómplötur erlend rokklög að mestu við eigin texta. Lögin Maja litla, Nonni (ungur enn), Oft er fjör í Eyjum og Við gefumst aldrei upp hljómuðu mikið í útvarpstækjum landsmanna og heyrast enn. Erling söng með ýmsum tónlistarmönnum í Eyjum og síðar á fasta landinu eftir að hann flutti burt með fjölskyldu sína 1962. Hann lést í Reykjavík 8. janúar 1999.

 

Skildu eftir svar