Galtafell í Hrunamannahreppi

Galtafell er bær í Hrunamannahreppi í Árnessýslu þar sem listamaðurinn Einar Jónsson fæddist þann 11. maí 1874. Ungur að árum hélt Einar til Kaupmannahafnar til að læra höggmyndalist og stundaði hann m.a. nám við Konunglega listaháskólann á árunum 1896 til 1899 með styrk frá Alþingi. Árið 1917 giftist Einar danskri konu, Önnu Jörgensen, en systir hennar, Franzisca, var gift rithöfundinum Gunnari Gunnarssyni. Einar reist sér 20 m2 sumarhús að Galtafelli sem hann kallaði Slotið og er eitt elsta hús sinnar tegundar á landinu. Hann og eiginkona hans dvöldu langdvölum að Galtafelli í sumarhúsi sínu. Sumarhús Einars var friðað árið 2014 og er nú í eigu Þjóðminjasafns Íslands.

 

Skildu eftir svar