Heiðarvegur 68 í Vestmannaeyjum
Heiðarvegur 68 í Vestmannaeyjum var heimili Elvu Óskar Ólafsdóttur, leikkonu, sem fædd er í Vestmannaeyjum 24. ágúst 1964. Elva hélt ung til Reykjavíkur í leiklistarnám eftir að hafa stigið sín fyrstu skref á sviði í Eyjum. Að loknu námi í höfuðborginni lék Elva víða, á Akureyri, í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Meðal hlutverka hennar á sviði er Snæfríður Íslandssól í Íslandsklukkunni, hlutverk í kvikmyndinni Nýju lífi, sem tekin var upp í Eyjum og í dönsku sjónvarpsþáttaröðinni Örnen, sem einnig var tengd hennar æskuslóðum. Elva Ósk hefur notið mikillar hylli sem leikkona og fengið fjölda viðukenninga fyrir leik sinn.