Hvítidalur

„Erla, góða, Erla, ég á að vagga þér.“

Hvítidalur er bær í Saurbæ í Dalabyggð sem ljóðskáldið Stefán Sigurðsson (1887-1933) kenndi sig við. Stefán var einn af fastagestunum í Unuhúsi og átti stóran þátt í bók Þórbergs Þórðarsonar um lífið í Unuhúsi. Þekktasta ljóðabók Stefáns, Söngvar förumannsins, kom út 1918. Eitt þekktasta ljóð Stefáns, Erla, góða Erla,  orti hann um elstu dóttur sína. Stefán missti annan fótinn og gekk eftir það ávallt með staf eins og Byron lávarður. Ekki var laust við að ung skáld öfunduðu Stefán dálítið af þessari samlíkingu.

 

Skildu eftir svar