Mikligarður í Saurbæ

Steinn Steinarr

 Aðalsteinn Kristmundsson (1908-1958), betur þekktur sem Steinn Steinarr, ólst upp í Miklagarði í Saurbæ í Dalasýslu frá 2ja ára aldri. Hann fæddist að Laugalandi í Nauteyrarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu þann 13. október 1908 en sökum fátækar leystist fjölskyldan upp og var Steini var komið fyrir í Miklagarði hjá Kristínu Tómasdóttur. Steinn fór fremstur í hópi þeirra millistríðsskálda sem brutust undan ríkjandi  ljóðaformi og er ljóð Steins Tíminn og vatnið oft tekið sem gott dæmi um þá byltingu. Steinn fór sínar eigin leiðir og rakst ekkert sérlega vel í hópi, var til dæmis rekinn úr Kommúnistaflokki Íslands. Steinn vingaðist við nágranna sinn úr Saurbænum, Stefán frá Hvítadal, enda báðir fastagestir í Unuhúsi.

Bækur um Stein

Sigfús Daðason gaf út bókina Maðurinn og skáldið – Steinn Steinarr (1987) um líf og verk skáldsins og Gylfi Gröndal skrifaði um Stein í bókinni Steinn Steinarr – leit að ævi skálds (2000/2001).

 

Skildu eftir svar