Þórufoss í Kjós

Í Kjósarskarði, skammt frá upptökum Laxár í Stíflisdalsvatni, er fallegur 18 metra hár foss, Þórufoss. Fossinn er stærsti fossinn í Laxá í Kjós og efsti veiðistaður árinnar. Gilið neðan við fossinn er einn af tökustöðum hinnar vinsælu þáttaraðar Game of thrones. Í fyrsta þætti fjórðu seríu sést drengur gæta geita á bökkum gilsins en skyndilega flýgur dreki upp úr gilinu og drepur geiturnar. Hægt er að horfa á þetta atriði hér.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar