Dettifoss

 

Dettifoss er foss í Jökulsá á Fjöllum sem á upptök sín í Vatnajökli og rennur til sjávar í Öxarfirði. Dettifoss er 45 metrar á hæð, um 100 metra breiður og er aflmesti foss landsins og mögulega Evrópu. Meðalrennsli Jökulsár við Dettifoss er um 193 rúmmetrar á sekúndu en dæmi er um að rennslið hafi farið í 600 rúmmetra á sekúndu. Dettifoss er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Hugmyndir um að virkja Dettifoss voru þrálátar alla síðustu öld en hingað til hafa menn borið gæfu til að kveða slíkar hugmyndir niður.

 

Skildu eftir svar