Herðubreiðarlindir

Herðubreiðarlindir

Herðubreiðarlindir eru gróðurvin í Ódáðahrauni, sannkölluð vin í eyðimörkinni norðan Vatnajökuls. Eins og nafnið gefur til kynna hefur gróðurlendið orðið til í kringum ferskvatnslindir sem spretta upp úr hrauninu og sameinast í lítilli á, Lindá, sem rennur í Jökulsá á Fjöllum. Á lindunum synda Óðinshanar og Straumendur en undir lygnu yfirborðinu skýst kannski dvergbleikja milli steina. Yfir þessari paradís vakir síðan drottning íslenskra fjalla, Herðubreið. Svæðið var friðlýst 1974.

Herðubreið

Víða í og við Herðubreiðarlindir eru minjar hamfarahlaupa í Jökulsá en það eru gífurleg flóð sem hafa komið úr Kverkfjöllum, væntanlega í tengslum við eldsumbrot. Talið er að Fjalla-Eyvindur hafi hafst við í Herðubreiðarlindum um tíma og er Eyvindarkofi um 100 m norðvestur af Þorsteinsskála Ferðafélags Akureyrar. Kofinn er hlaðinn yfir lind og er gerður úr hraunhellum meðfram hraunkambi og með hraunhellum í þaki.

Skildu eftir svar