Jóhannes Kolbeinsson á Krossáraurum

Jóhannes Kolbeinsson er bjarg eða steinn á Krossáreyrum sem kenndur er við Jóhannes Kolbeinsson (1906-1982), fararstjóra og heiðursfélaga í Ferðafélagi Íslands

Hrunið úr Innstahaus ’67

Þann 15. janúar 1967 hrundu milljónir tonna af bergi (15 milljónir rúmmetra að því talið er) úr Innstahaus við Steinholtsjökul í Eyjafjallajökli. Með því að bergið úr Innstahaus tók með sér ís og vatn úr Steinholtslóni þeyttust risastór björg niður eftir Krossáreyrum og ollu hlaupi í Markarfljóti. Hvorki varð manntjón né skemmdir á mannvirkjum en hrunið mældist á jarðskjálftamæli á Kirkjubæjarklaustri.

Jóhannes Kolbeinsson fararstóri

Á þessum árum var Jóhannes Kolbeinsson einn helsti fararstjóri og framámaður í Ferðafélagi Íslands. Hann var einn af þeim fyrstu sem skoðuðu vegsummerki eftir hrunið úr Innstahaus og Ferðafélag Íslands festi síðar skjöld á steininn Jóhannesi til heiðurs. Jóhannes var kvæntur Valgerði Tómasdóttur og bjuggu þau lengst af í Þingholtsstræti 26 í Reykjavík. Jóhannes starfaði sem smiður við Austurbæjarskólann um áratuga skeið.

Ekki nákvæm staðsetning.

Skildu eftir svar