Miðhálendið

Algengast er að miðhálendið sé skilgreint sem óbyggt land í yfir 500 metra hæð yfir sjávarmáli (sjá kort). Miðhálendið tels vera um 40% af heildarflataráli landins og er eitt stærsta óbyggða svæðið í Evrópu. Jarðfræðilega þykir miðhálendið vera einstakt á heimsvísu með virkum eldfjölllum sínum, jarðhita og jöklum. Til dæmis eru móbergshryggir óþekktir annars staðar en á miðhálendi Íslands.

Miðhálendisþjóðgarður?

Þann 14. júlí 2016 skipaði þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, Björk Ólafsdóttir, nefnd til að greina og kortleggja á heildstæðan hátt það landsvæði sem teldist til miðhálendisins. Var þetta liður í að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan miðhálendisins. Nefndin skilaði áfangaskýrslu til ráðherra þann 3. febrúar 2017 og lokaskýrslu þann 7. nóvember 2017. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er kveðið á um áframhaldandi undirbúning að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

Skildu eftir svar