Bani í Haukadal

„Upp af bænum á Skarði [í Haukadal í Dalasýslu] er fjallið Bani, en fyrir neðan nefnist Banaskál. Sagan segir að eitt sinn hafi skólapiltar frá Hólum verið á heimleið í jólafrí og ætluðu Haukadalsskarð. Á Skarðinu hrepptu þeir blindbyl og bar þá af leið upp á fjallið vestan megin Skarðsins. Gengu þeir allir, utan einn, fram af þverhníptri brún fjallsins og hröpuðu ofan í skálina þar fyrir neðan. Draga fjallið og skálin síðan nafn af þessum atburði.“

http://haukadalur.gagnvegir.is/skard/

Skildu eftir svar