Hestfjall við Héðinsfjörð

Mesta flugslys Íslandssögunnar varð þegar Douglas DC-3 flugvél Flugfélags Íslands fórst í Hestfjalli við Héðinsfjörð þann 29. maí 1947 og 25 manns létu lífið. Vélin var í áætlunarflugi frá Reykjavík til Akureyrar en á þessum tíma var venjan að fljúga sjónflug og þennan dag var ætlunin að fljúga út fyrir mynni Siglufjarðar og inn Eyjafjörð vegna mikils skýjafars og þoku. 50 árum eftir slysið var minnisvarða um flugslysið komið fyrir í Hestfjalli skammt fyrir neðan slysstaðinn. Margrét Þóra Þórsdóttir gaf út bókina Harmleikur í Héðinsfirði um flugslysið árið 2010.

 

Hér er ekki um nákvæma staðsetningu að ræða.

 

Skildu eftir svar