Þingvellir

Alþingi og aftökur

Sögulega séð eru Þingvellir án efa mikilvægasti staður íslensku þjóðarinnar. Stuttu eftir landnám var allsherjarþing stofnað á Þingvöllum (Alþingi) þar sem hin unga þjóð réði ráðum sínum og tók sínar mikilvægustu ákvarðanir. Á Þingvöllum hefur þjóðin fagnað sínum stærstu sigrum en hér refsaði hún líka grimmilega sínum smæstu bræðrum og systrum. Ef hægt er að tala um helgan stað á Íslandi þá eru Þingvellir sá staður. Sjá einnig færsluna Drekkingarhylur.

Einstök náttúra

Landfræðilega séð eru Þingvellir einnig einstakur staður, bæði vegna náttúrufegurðar en einnig vegna einkar sérstæðrar jarðfræði. Þingvellir og Þingvallavatn eru í raun stór sigdæld sem myndaðist vegna fráreks stóru jarðskorpuflekanna, Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans og myndar vesturbarmur dældarinnar Almannagjá.

Þjóðgarður á heimsmynjaskrá

Þingvellir urðu þjóðgarður árið 1930 og árið 2004 voru Þingvellir skráðir á Heimsminjaskrá UNESCO.

 

Smella hér til að skoða götumynd á google.com

Skildu eftir svar